Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni er staðsett við Úlfljótsvatn í Grímsnes- og Grafningshreppi, skammt frá Ljósafossvirkjun, u.þ.b. 50 km frá Reykjavík. Frá Reykjavík eru tvær megin akstursleiðir. Annars vegar Nesjavallaleið þar sem ekið er yfir Hengilinn og framhjá Nesjavöllum þangað til að komið er að Úlfljótsvatni. Hins vegar er ekið yfir Hellisheiði að Selfossi þar sem haldið er til norðurs í átt að Þingvöllum þangað til að komið er að Ljósafossvirkjun þá er tekin vinstri beygja í átt að Úlfljótsvatni.
Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.
.
.
482-2674
Fésbókarsíða Úlfljótsvatns
.
.
Sundlaugar í nágrenninu
Borg
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni er staðsett við Úlfljótsvatn í Grímsnes- og Grafningshreppi, skammt frá Ljósafossvirkjun, u.þ.b. 50 km frá Reykjavík. Frá Reykjavík eru tvær megin akstursleiðir. Annars vegar Nesjavallaleið þar sem ekið er yfir Hengilinn og framhjá Nesjavöllum þangað til að komið er að Úlfljótsvatni. Hins vegar er ekið yfir Hellisheiði að Selfossi þar sem haldið er til norðurs í átt að Þingvöllum þangað til að komið er að Ljósafossvirkjun þá er tekin vinstri beygja í átt að Úlfljótsvatni.
Á Úlfljótsvatni hafa skátarnir komið upp glæsilegu tjaldsvæði sem almenningi býðst að nýta sér. Tjaldsvæðið hefur verið byggt upp þannig að hægt sé að halda stór skátamót á svæðinu og því er hægt að taka á móti stórum hópum fólks og aðstaðan til fyrirmyndar. Áhersla er lögð á að taka á móti fjölskyldufólki og bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir yngri kynslóðina. Tjaldsvæðið er ætlað fjölskyldufólki og ölvun er ekki liðin. Aðstaðan fyrir tjaldsvæðisgesti er mjög góð. Stórar og góðar flatir við vatnið með rafmagnspóstum. Veiðileyfi er innifalið í gistigjaldi og geta gestir því veitt sér ferskan silung á grillið og á meðan geta krakkarnir leigt hjólabáta (um helgar) eða leikið sér í þeim ótal leiktækjum sem eru á svæðinu. Grill og bekkir eru á víð og dreif sem gestir geta nýtt sér ásamt því að í þjónustumiðstöðinni er hægt nálgast allar helstu upplýsingar eða keypt sér svalandi gosdrykk. Gestir geta síðan fengið afnot af litlum sal með smá eldhúskrók gegn því að gengið sé vel um. Hreinlætis- og snyrtiaðstaða er öll til fyrirmyndar á svæðinu. Á þjónustusvæðinu er nýlegt 8 sturtu sturtuhús sem er með heitu vatni og opið tjaldgestum. Þá er fjöldinn allur af snyrtihúsum um svæðið með vatnssalernum og utanáliggjandi hreinlætisaðstöðu til að þvo upp mataráhöldin. Það er því hægðarleikur einn að halda sér og fjölskyldunni hreinum og snyrtilegum jafnvel þó dvalið sé í tjöldum og börnin verða óhrein í ati dagsins.Boðið er uppá fjölbreytta dagskrá allar helgar í sumar.
Kynnið ykkur fésbókarsíðu tjaldsvæðisins til að fylgjast vel með dagskránni í sumar og vefsíðu Úlfljótsvatns þar sem finna má viðburðardagatal miðstöðvarinnar.
Um helgar er boðið uppá dagskrá en þá er opið í bátaleigu, bogfimi, klífur og fleira. OpnunartímiStefna á opnun 15. maí
Verð 2020
Verð fyrir fullorðna: 1.500 kr.
Öryrkjar og aldaðir: 1.100 kr
Frítt fyrir yngri en 16 ára
Rafmagn: 1.000 kr
Aðstöðugjald fyrir daggesti: 300 kr
Þvottavél/þurrkari: 750 kr.
Innifalið í gjaldi er aðgangur að heitum sturtum, útigrillum, þjónustuhúsi og veiði í vatninu.
Verðið miðast við að greitt sé í hliði eða þjónustumiðstöð.
Yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum ábyrgðarmanni.
loading map - please wait...